Denne mytologiske gåten i diktform er laget av Páll Bjarnason fra Unnarholti i Hrunamannahreppur på slutten av 1600-tallet
Kom ég að rúmi Ránar barna, (1) öll voru þau í útlegð flúin, þangað, sem Fornjótur frekur hafði sinn son (2) skikkað að setja dóma.
Hömlung (3) sá ég á hafnar rúmi þann, er valslöngur (4) vöktuðu á grunni, rastaður var hann að rækja þær gjörðir, sem gæflyndum Kára gefst að bjóða.
Beima hans sá ég bergja þarfandi, (5) því kramarans byggð kúgaðist þröngvan, reiðskjótar voru þar reifaðir gjörðum, sem bar fluttu steina (6) í byggðir manna.
Reið ég vigferla (7) frá vindils jörðu, (8) um það alda örnefni jarðar, (9) þar er Ýmis tár oftlega höfðu vandræði aukið volendum mönnum. (10)
Þær voru grundir af gylfa stjarna allar með snilli útrústaðir, (11) en bekkir allir að botni jarðar burtu voru færðir af brautar göngum. (12)
Valjarðar (13) ávöxt (14) ) víða, að nægtum líkamans, um litast mátti sem af móæðum mánategundar (15) ártíðs hafði af eðli runnið.
Leiðangurs var ég og leit allmargar hvitfaldaðar (16) á harðbarðs fróni, (17) þar sem mæli fornt var úr minni guma, höfðu staðið Heimdalls fætur. (18)
Þær voru að lesa, í þumlunga mát (19) lyngknappa saman litlar rúnir, (20) og kváðust raunar ráða illa, því ofvetur (21) þeim afnám gerði.
Kom úr andfari (22) krása lýður (23) og knúði ilþornum (24) að kjalars meyju, létu víða valbartils skálmir (25) vaða ofsvæsið að vini lyngballar.
Undra sá ég þar eitt dýr jarðar, (26) sem allfæstum yffrar þörfum, (27) hverfur í manns skugga, megnar sjónir og færir svín moldar (28) að fegins degi. (29)
Hef ég á landi (30) hlauparans (31) dvalið og sjö knélýði (32) setið til heljar, og samnefndir síðar koma synir þeirra með sönnum greinum.
1. Sjórinn, 2. vindurinn, 3. skip, 4. akkeri, 5. selja vörur, 6. mjöl og salt, 7. götur, 8. sjór, 9. fjallsháls (háls er á hverri lifandi skepnu), 10. vogestir (vágestir, voðagestir), 11. grónar grasi, 12. þornaðar upp, 13. "grindin, sem fálkinn á stendur, meðan hann er vaninn" (grind = tré = viður = lyng), 14. ber, 15. "af raka og vessa jarðarinnar", 16. konur, 17. heiði (harbarður = steinn), 18. tré = rætur = tré (dallur = askur = viður = skógafætur = tréfætur), 19. vettlingar, 20. ber, 21. frost, 22. loft, 23. hrafnar ("hrafninn segir cras, cras"), 24. klær, 25. nef (valbartill = kjafturinn á krumma = sá, sem ber val), 26. köttur, 27. bætir þarfir (yffra = offra = bæta (fyrir sig), 28. mús, 29. til dauða ("allir hlutir eyðast og farast, en gin fararinnar er dauðinn"), 30. lend, 31. hestur, 32. dagar,
Comments